Upplýsingar
Stutt Lýsing
Húsið er á 2 hæðum, hér var verið að endurnýja neðri hæð með nýjum neysluvatnslögum og fræstur gólfhiti í gólfið, ný Unidrain gólfrenna sett í stað eldri hlaðinar sturtu, nýtt upphengt klósett og handklæða ofn fræstur inn í vegg, stýring fyrir handklæða ofn var falinn á bakvið innréttingu svo minnst af stýribúnaði sé sjáanlegur, VOLA innbyggð sturtu tæki sett í vegg og fræst fyrir sturtu haus í loftið. Gólfhita uppblöndun frá TENGI með grundfossdælu og þráðlausum stýribúnaði frá ALPA IP comfort. Neysluvatns varmaskiptir tengdur inn á nýjar lagnir en ekki var unnt að tengja inn á eldri lagnir þar sem þær eru úr galvi. Gert er ráð fyrir nýjum neysluvatns stofnum fyrir efrihæð ef eigendur vildu fara í framkvæmdir síðar á efrihæð.
Heitar Nýjungar
Að fræsa rör í vegg í staðinn fyrir að setja upp handklæðofn er að ryðja sér til rúms en þessi leið hentar einungis vel ef flísalagt er á þann flöt þar sem rörinn eru fræst inní vegginn, sjá má útfærsluna á þessari lausn hér neðar á síðunni