fbpx

Algengar spurningar

Leiðbeiningar og svör

Hér fyrir neðan er reynt að svara algengum spurningum um vandamál er varða miðstöðvarkerfi og fleira tengt pípulögnum.

vatnsnotkun

„Eðlileg“ notkun á heituvatni

Er ég að nota of mikið af heituvatni?

Það er alltaf gott að spara pening og ekki síður að lágmarka notkun á þeirri auðlind sem heitt vatn er. Mikilvægt er fyrir hús eigendur að þekkja helstu atriði er varða miðstöðvarkerfi í sínu húsi. Hér fyrir neðan er reiknivél sem er hægt að slá inn stærð á þínu húsi og finna út hvort notkun sé of há. Gott er að átta sig á notkunartölum á heitavatnsmæli, einnig er hægt að skrá og skoða tölur inn á heimasíðum veitna t.d. á no.is. Önnur atriði sem ber að varast eru bakreikningar þegar bilun í kerfi verða, algengustu bilanir eru innspýtingar á snjóbræðslu,  örryggislokar sem eru tengdir beint í affall(skólp) eða ofnlokar sem eru ekki í rými sem er gengið reglulega um. 

Reikna út heitavatns notkun

Fermetrafjöldi m2

Tegund húsnæðis

Áætluð Notkun m³

Samtals m³ á dag

Samtals m³ á ári

Kostnaður

Kostnaður kr á dag

Kostnaður kr á ári

Kaldir ofnar eða gólfhiti

Algengar bilanir

1 Kaldur ofn

Ef einungis 1 ofn er kaldur þá er algengast að „bilun“ er í ofnlokanum sjálfum, thermostatið sjálft getur verið ónýtt eða pakkdós sem opnar og lokar inn á flæði inn á ofninn stendur á sér. Hægt er að smella thermostatinu af ofninum og ýta á pinnan til að liðka fyrir honum (alls ekki toga!). Hægt er að skipta um pakkdósina án þess að skrúfa miðstöðvarkerfi húsins, en kraninn ætti að loka fyrir þegar hún er skrúfuð úr, það getur hinsvegar komið fyrir að rusl festist á milli og vatn rennur viðstöðulaust út. 

Allir ofnar kaldir

Gott er að kanna fyrst hvort inntaks krani sé ekki örruglega opinn.Ef allir ofnar eru kaldir í húsinu er líklegasta skýring á bilun í hitaveitugrind húsins ( ef húsið er á hitaveitusvæði). Á hitaveitugrind er ýmislegur búnað en slaufuloki og mótþrýstiloki eru oftast þeir sem þarf að eiga við, þar getur margt verið sem orsakar slíkt og því eindregið mælt með að kalla til pípara, en það gæti þurft að skipta um lokana eða skipta um einhverju hluta.

Raki myndast á gólfklósetti

Ef mikill raki myndast á safnkassa á frístandandi gólfklósetti er líklegast sírennsli frá klósettinu sjálfu, oftast eru ummerki um sírennsli augljós þar sem vatn lekur í sífellu niður í klósett skálina, en þegar lekinn er lítill getur verið erfitt að greina það. Þrífa gæti þurft búnað til að hala niður eða skipta því út.

Sírennsli í klósetti

Gæti þurft að skipta um búnað inn í klósettinu til að lagfæra eða breyta stillingum eða laga flotholt, oftast einföld og þæginlega aðgerð.

Neysluvatnsvarmaskiptir bilaður

1. Stíflað inntakssigti orkuveitu.
Varmaskiptir nær ekki upp hita á neysluvatni. Getur verið nægt rennsli til að halda uppi hita í
hitakerfi hússins en nær ekki upp hita á neysluvatni.

2. Stíflað +stýrirör eða +membrustútur.
Stöðug blæðing í gegnum AVTQ stilli. Neysluvatnshiti getur verið 40 – 45 °C meðan að þrýstingur
helst á + hluta membru. Ef slakað er á hlaupró stýrirörsins við membru, fellur þrýstingur af
membrunni ef membrustúturinn er ekki stíflaður og þá lokast fyrir AVTQ stillinn og neysluvatnið
verður kalt.

3. Stíflað ÷stýrirör eða ÷membrustútur.
Stöðugt rennsli í gegnum AVTQ stilli þegar engin notkun er á neysluvatni.

4. Óþétt keila í AVTQ stillihluta í kaldavatnslögn.
Nær ekki upp hitastigi á neysluvatni.

5. Bilaður hitanemi.
Rennur stöðugt í gegnum AVTQ stilli.

6. Pakkdós í membru sérstaklega +megin geta fest.
Hér vísast í greiningu 2 en vandamálið getur samt verið breytilegt miðað við festustöðu
pakkdósar.

7. Þessi einfalda bilanagreining miðast við að AVTQ þrýstistýrði hitastillirinn hafi verið
rétt uppsettur samkvæmt uppsetningar leiðbeiningum.

Bilagreiningar upplýsingar fengnar hjá Danfoss.

Köldrými með gólfhita

Algengasta  bilun í gólfhita eru eftirfarandi.
Samskiptaleysi eða sambandsleysi í þráðlausum thermostötum (eða rafhlaðan búinn)
Vaxlokar bilaðir (Flestar gerðir eru með varnir og skilja ávalt eftir 8-10% opnun eftir svo ekki frjósi)
Dæla biluð.
Þráðlaus thermostöt tengd í vitlaus rými.